Fræðslukynningar fyrir skólahópa

Heimsækið eina stærstu jarðvarmavirkjun í heimi!

Nemendur á öllum aldri eru velkomnir að heimsækja Jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun þar sem er hægt að fræðast um allt sem viðkemur jarðvarma. Hvað er endurnýjanleg orka, hvað eru jarðhitasvæði, hvernig breytist gufa í rafmagn, hvað felst í orðasamhenginu umhverfisvæn orka svo eitthvað sé nefnt?

Við bjóðum upp á leiðsagnir í gegnum sýninguna þar sem jarðvarma og notkun hans á Íslandi eru gerð góð skil. Skólahópar geta einnig gengið í gegnum sýningarrýmið á eigin vegum og notið fróðleiksins. Leiðsögumennirnir okkar tala bæði íslensku og ensku.

  Innifalið:

  • Aðgangur að sýningarsvæði.
  • Leiðsögn fyrir skólahópinn

  Verð: 1.250 krónur

  Sendu okkur fyrirspurn
  web-2.jpg

  Tölur

  0

  Nemar hafa fengið kennslu um jarðvarmanýtingu.

  0

  skólahópar hafa komið í heimsókn til okkar á Jarðhitasýninguna

  0

  spurningum hefur verið svarað frá fróðleiksfúsum nemum.

  0

  mismunandi þjóðerni hafa heimsótt Jarðhitasýninguna.

  Fróðleg heimsókn

  Heimsóknin í Jarðhitasýninguna var mjög fræðandi í alla staði og leiðsögnin sem við fengum var einföld og skemmtileg. Mér fannst í raun magnað að vera þarna upp frá, hlusta á kraftinn úr borholunum, finna einkennilegu lyktina, sjá túrbínurnar og finna fyrir jarðskjálfta!

  Carólína, 17 ára frá Bretlandi

  Frábær staður til að heimsækja með nemendur sína og fræðast um allt er viðkemur endurnýjanlegri orku. Ef þér er umhugað um framtíðina og jörðina okkar þá þarftu að kynna þér þetta.

  William, kennari frá Bandaríkjunum

  Jarðvarmi

  Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma frá Henglinum, sem er eldstöð. 90% íslenskra heimila nýta jarðhitavatn til húshitunar.

  Innviðir

  Orka náttúrunnar vinnur nú að því að setja upp hleðslustöðvar og bæta innviði fyrir rafbílanotkun á Íslandi.

  Kolefnisbinding

  Rannsóknir á vegum ON og Háskóla Íslands hafa leitt til nýrrar tækni þar sem koltvísýringur er fangaður og síðar bundinn í basalt jarðlög á Hengilsvæðinu.